Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the unlimited-elements-for-elementor domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/isfugl.is/kalkunn.is/dev/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Heimaverslun Reykjabúsins – Reykjabúið

Heimaverslun Reykjabúsins

Við bjóðum upp á úrval af íslensku alifuglakjöti, bæði kjúklingi og kalkún. Í boði er ferskt kjöt, frosið og eldað, heill kalkúnn, bringur, læri, leggir, hakk, hamborgarar, bollur, pylsur, álegg og fleira.

Vörur sem merktar eru 100% innihalda aðeins hreint kjöt án allra íblöndunarefna; engan viðbættan vökva, sykur, salt eða rotvarnarefni.

Reykta kjötið okkar nýtur mikilla vinsælda, en í það er eingöngu notað sjávarsalt og þráavarnarefnið (E302). Kjötið er án viðbætts vökva og annarra efna.

Allt kalkúnakjötið er ræktað af Reykjabúinu og eru afurðirnar ýmist seldar undir merkjum Reykjabúsins eða Ísfugls. Ísfugl slátrar og vinnur afurðir Reykjabúsins. Allar vörur eru merktar með rekjanleikanúmeri, þar sem sjá má úr hvaða eldishópi og húsi fuglinn kemur.

Kjúklingakjötið kemur frá Ísfuglsbændum. Ferskpakkningar eru merktar þeim bónda sem framleiðir kjúklinginn hverju sinni. Ísfuglsbændur eru Reykjabúið, Heiðarbær, Hjallakrókur og Neslækur.

Við tökum vel á móti þér á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 16 til 18.

Engin sýklalyf

Við leggjum mikið upp úr hreinlæti og góðri umgengni. Fuglarnir okkar hafa stöðugt aðgengi að hreinu fóðri og góðu vatni og við notum ekki sýklalyf, eins og algengt er í kalkúnarækt erlendis.

Umhverfisstefnan

Við erum með skýra stefnu um að starfa alltaf í sátt við náttúruna og umhverfi okkar, og erum stöðugt að bæta rekstur og vinna að endurbótum í umhverfismálum. Allur lífrænn úrgangur sem fellur til á búinu er nýttur til uppgræðslu, áburðar og í lífræna orkugerð.

Skráargatið

Flestar af kalkúnarvörum okkar uppfylla skilyrði Skráargatsins um góða samsetningu næringarefna. Skráargatið er samnorrænt merki sem veitt er vörum sem innihalda minni og hollari fitu, minni sykur og minna salt en aðrar vörur í sama flokki.

Góð ráð um hráefni og matreiðslu

Við erum boðin og búin að veita viðskiptavinum ráðleggingar varðandi hráefni og matreiðslu. Spyrðu okkur næst þegar þú lítur við í versluninni eða skoðaðu: