Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the unlimited-elements-for-elementor domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/isfugl.is/kalkunn.is/dev/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Kalkúna-confit í brauði með rauðlaukssultu og salati (úr Stóru Alifuglabókinni eftir Úlfar Finnbjörnsson) – Reykjabúið

Kalkúna-confit í brauði með rauðlaukssultu og salati (úr Stóru Alifuglabókinni eftir Úlfar Finnbjörnsson)

Magn Hráefni
600 gkalkúnalæri
1 kg gróft salt
½ l anda- eða gæsafita eða ólífuolía
2 lítilsalvíublöð
1rósmaríngrein
2lárviðarlauf
2hvítlauksgeirar
salt og nýmalaður pipar
1 ½snittubrauð
smjör
8 beikonsneiðar, harðsteiktar
salat
rauðlaukssulta
Magn Hráefni
600 gkalkúnalæri
1 kg gróft salt
½ l anda- eða gæsafita eða ólífuolía
2 lítilsalvíublöð
1rósmaríngrein
2lárviðarlauf
2hvítlauksgeirar
salt og nýmalaður pipar
1 ½snittubrauð
smjör
8 beikonsneiðar, harðsteiktar
salat
rauðlaukssulta
Aðferð
1 Skref
Stráið helmingnum af saltinu á bakka og leggið kalkúnalærin ofan á. Stráið restinni af saltinu yfir og geymið við stofuhita í 1 ½ klst.
2 Skref
Skolið þá lærin undir köldu, rennandi vatni, þerrið og setjið í eldfast mót.
3 Skref
Hellið anda- eða gæsafitu yfir lærin svo vel fljóti yfir og setjið salvíublöð, rósmaríngrein, lárviðarlauf og hvítlauksgeira út í. (Anda- eða gæsafitu má endurnýta 3-4 sinnum ef hún er síuð og geymd í frysti á milli.)
4 Skref
Breiðið álpappír eða lok yfir mótið og bakið lærin í 95°C heitum ofni í 4-5 klst. eða þar til kjötið er orðið vel laust frá beinunum.
5 Skref
Takið lærin upp úr fitunni og látið hana drjúpa vel af þeim. Losið haminn af lærunum og takið kjötið af beinunum.
6 Skref
Rífið kjötið í skál og bragðbætið með salti og pipar.
7 Skref
Skerið snittubrauð til helminga eftir endilöngu og smyrjið með smjöri.
8 Skref
Raðið beikonsneiðum, salati og kalkúnakjöti ofan á neðra brauðið og toppið með rauðlaukssultu. Leggið efra brauðið ofan á og berið fram.