Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the unlimited-elements-for-elementor domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/isfugl.is/kalkunn.is/dev/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Hvítvínssoðnir kalkúnaleggir með kryddjurtasósu og sætkartöflumús (úr Stóru Alifuglabókinni eftir Úlfar Finnbjörnsson) – Reykjabúið

Hvítvínssoðnir kalkúnaleggir með kryddjurtasósu og sætkartöflumús (úr Stóru Alifuglabókinni eftir Úlfar Finnbjörnsson)

Magn Hráefni
1,5 kg ferskir kalkúnaleggir, u.þ.b. 12 stk.
salt og nýmalaður pipar
4 msk.olía
1 laukur, smátt saxaður
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 tsk.rósmarín
1lárviðarlauf
2 1/2 dl hvítvín eða vatn
2-3 dl kalkúnasoð eða vatn og kalkúnakraftur
3 msk. steinselja, smátt söxuð
3 msk. fáfnisgras (esdragon), smátt saxað
sósujafnari
40 g kalt smjör í teningum
Sætkartöflumús
600 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í 2×2 cm teninga
1 msk. engiferrót, smátt söxuð
1 tsk.kóríanderfræ
1 tsk.hunang
1/2 tsk.sykur
1/4 tsk.pipar
appelsínusafi
1/2 mangó, skrælt og skorið í teninga
Magn Hráefni
1,5 kg ferskir kalkúnaleggir, u.þ.b. 12 stk.
salt og nýmalaður pipar
4 msk.olía
1 laukur, smátt saxaður
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 tsk.rósmarín
1lárviðarlauf
2 1/2 dl hvítvín eða vatn
2-3 dl kalkúnasoð eða vatn og kalkúnakraftur
3 msk. steinselja, smátt söxuð
3 msk. fáfnisgras (esdragon), smátt saxað
sósujafnari
40 g kalt smjör í teningum
Sætkartöflumús
600 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í 2×2 cm teninga
1 msk. engiferrót, smátt söxuð
1 tsk.kóríanderfræ
1 tsk.hunang
1/2 tsk.sykur
1/4 tsk.pipar
appelsínusafi
1/2 mangó, skrælt og skorið í teninga
Aðferð
1 Skref
Leggirnir: Stráið salti og pipar yfir kalkúnaleggina og steikið þá upp úr olíu á pönnu í 5-6 mín. eða þar til þeir eru orðnir fallega brúnaðir á öllum hliðum.
2 Skref
Bætið lauk á pönnuna og steikið í 2 mín. til viðbótar.
3 Skref
Setjið leggina og laukinn í ofnskúffu ásamt hvítlauk, rósmaríni, lárviðarlaufi og hvítvíni og bakið í 160°C heitum ofni í 1 ½ klst. Snúið leggjunum einu sinni á meðan þeir eru í ofninum.
4 Skref
Sigtið allan vökva úr ofnskúffunni í pott og bætið kalkúnasoði, steinselju og fáfnisgrasi saman við. Hleypið upp suðu og þykkið með sósujafnara.
5 Skref
Takið pottinn af hellunni og hrærið smjör saman við þar til það er bráðið. Eftir það má sósan ekki sjóða.
6 Skref
Smakkið til með salti og pipar.
7 Skref
Berið leggina fram með sósunni og sætkartöflumús og til dæmis soðnum maís.
8 Skref
Sætkartöflumúsin: Setjið kartöflur, engifer, kóríanderfræ, hunang, sykur og pipar í pott og hellið appelsínusafa út í svo fljóti yfir.
9 Skref
Hleypið suðunni upp og látið malla í um það bil 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru mauksoðnar.
10 Skref
Sigtið þá appelsínusafann frá og grófstappið kartöflurnar.
11 Skref
Blandið að síðustu mangóbitum saman við. Músin geymist í kæli í allt að 5 daga.