Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the unlimited-elements-for-elementor domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/isfugl.is/kalkunn.is/dev/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Hátíðarsósa Hilmars B. Jónssonar – Reykjabúið

Hátíðarsósa Hilmars B. Jónssonar

Magn Hráefni
50 g smjör eða smjörlíki
innmaturinn úr fuglinum
1 saxaður laukur
1-2 msk. koníak
1 dlmadeira
1/2 lkjúklingasoð
safinn úr ofnskúffunni
Magn Hráefni
50 g smjör eða smjörlíki
innmaturinn úr fuglinum
1 saxaður laukur
1-2 msk. koníak
1 dlmadeira
1/2 lkjúklingasoð
safinn úr ofnskúffunni
Aðferð
1 Skref
Brúnið innmatinn í smjörinu ásamt lauknum.
2 Skref
Færið í pott og losið steikarskánina af pönnunni með koníaki. Bætið þessu í pottinn ásamt madeira og kjúklingasoði og sjóðið við vægan hita í um klukkutíma og síið síðan soðið. Þetta má gera snemma sama dag og kalkúnninn er steiktur
3 Skref
Þegar 20 mín. eru eftir af steikingartíma fuglsins er einn bolli af soðinu úr pottinum settur í ofnskúffuna.
4 Skref
Þegar kalkúnninn er fullsteiktur er safinn úr skúffunni sigtaður út í pottinn, sósan soðin upp og jöfnuð, sigtuð ef þurfa þykir og bragðbætt eftir smekk.5. Með kjötinu er gott að hafa brúnaðar kartöflur. Ennfremur rauðkál og sultu, helst trönuberjasultu eða rifsberjahlaup. Ávaxtasalat, t.d. Waldorfsalat, fer vel með kalkúnakjöti.