Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the unlimited-elements-for-elementor domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/isfugl.is/kalkunn.is/dev/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Eplafylling Hilmars B. Jónssonar – Reykjabúið

Eplafylling Hilmars B. Jónssonar

Magn Hráefni
Fyrri hluti
700gMeðalfeitt svínahakk
1 mskSalt
1 tskTimían
1 tskSalvía
1 tskMúskat
1/2 tskPipar
1/2 tskAllrahanda
1/2 dlKoníak
Seinni hluti
1/2Franskbrauð, skorið í teninga og þeir ristaðir létt í ofni
100gSmjör
6Græn epli, afhýdd, kjörnuð og skorin í teninga
2Saxaðir laukar
2Sellerístönglar, skornir í bita
2Búnt fersk steinselja, söxuð
1 tskSalvía
2 tskTimían
1 tskSalt
Nýmalaður pipar
Magn Hráefni
Fyrri hluti
700gMeðalfeitt svínahakk
1 mskSalt
1 tskTimían
1 tskSalvía
1 tskMúskat
1/2 tskPipar
1/2 tskAllrahanda
1/2 dlKoníak
Seinni hluti
1/2Franskbrauð, skorið í teninga og þeir ristaðir létt í ofni
100gSmjör
6Græn epli, afhýdd, kjörnuð og skorin í teninga
2Saxaðir laukar
2Sellerístönglar, skornir í bita
2Búnt fersk steinselja, söxuð
1 tskSalvía
2 tskTimían
1 tskSalt
Nýmalaður pipar
Aðferð
1 Skref
Blandið öllu í fyrri hluta uppskriftarinnar saman í stórri skál. Færið síðan yfir í minni skál, breiðið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp yfir nótt.
2 Skref
Næsta dag er rúmur helmingur af smjörinu bræddur á pönnu. Þá er farsið úr skálinni sett á pönnuna og það marið með gaffli þar til það hefur losnað vel í sundur. Hitað þar til allt kjötið hefur breytt um lit.
3 Skref
Setjið ristaða brauðteninga í stóra skál og færið kjötið af pönnunni yfir í skálina með gataspaða þannig að öll feiti verði eftir á pönnunni.
4 Skref
Bætið því sem eftir er af smjörinu á pönnuna og setjið eplabitana, laukinn og selleríið á hana. Látið grænmetið krauma í 5-7 mín. við vægan hita.
5 Skref
Bætið nú steinseljunni og kryddinu út í. Færið yfir í stóru skálina og bragðbætið ef þurfa þykir. Öllu blandað vel saman og kælt vel. Fyllinguna má laga daginn áður en kalkúninn er steiktur. Eins má baka hana sér í aflöngu formi, þá er lagður smurður álpappír yfir og bakað í 180°C heitum ofni í 1 klst.