Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the unlimited-elements-for-elementor domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/isfugl.is/kalkunn.is/dev/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Soð af innmat í sósu – Reykjabúið

Soð af innmat í sósu

Inni í fuglinum er innmatur sem gott er að sjóða í um 1 klst., sigta og nota sem kraft í sósu. Oftast þarf þó að bæta aukakrafti (kjúklinga- eða kalkúnakrafti) í sósuna. Hér útskýrir Úlfar Finnbjörnsson hvernig kalkúnasoð er útbúið.

Magn Hráefni
Háls, innmatur og vængendar af einum kalkún
4 msk.Olía
Salt og nýmalaður pipar
Kalt vatn
1Laukur, skorinn í bita
1Sellerístilkur, skorinn í bita
1Gulrót, skorin í bita
Hvíti parturinn af blaðlauk, skorinn í sneiðar
2Lárviðarlauf
Magn Hráefni
Háls, innmatur og vængendar af einum kalkún
4 msk.Olía
Salt og nýmalaður pipar
Kalt vatn
1Laukur, skorinn í bita
1Sellerístilkur, skorinn í bita
1Gulrót, skorin í bita
Hvíti parturinn af blaðlauk, skorinn í sneiðar
2Lárviðarlauf
Aðferð
1 Skref
Höggvið háls og vængenda í 5 cm bita. Skerið fóarn og hjarta til helminga. Geymið lifrina í annað.
2 Skref
Hitið olíu á stórri pönnu og steikið háls, vængenda og innmat í 4-5 mínútur eða þar til allt er orðið fallega brúnað.
3 Skref
Stráið salti og pipar yfir.
4 Skref
Bætið grænmeti á pönnuna og steikið í 2 mínútur til viðbótar.
5 Skref
Hellið köldu vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir beinin.
6 Skref
Hleypið upp suðu, veiðið fitu og grugg ofan af soðinu og bætið lárviðarlaufum út í. Sjóðið við vægan hita í 1 ½ klukkustund.
7 Skref
Sigtið soðið í annan pott.
8 Skref
Veiðið fitu og grugg ofan af soðinu og sjóðið niður um ¼. Þá er soðið klárt í sósu en munið að nota einnig það sem kemur í ofnskúffuna.