Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the unlimited-elements-for-elementor domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/isfugl.is/kalkunn.is/dev/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Spergilkál og blómkál bakað í ofni – Reykjabúið

Spergilkál og blómkál bakað í ofni

Magn Hráefni
500 gspergilkál
1 blómkálshöfuð, meðalstórt
100 gsmjör
2 laukar, smátt saxaðir
2 msk.hveiti
2 msk.púðursykur
1 tsk.sinnepsduft
1 1/2 bolli mjólk
1 bolli sýrður rjómi
2 msk. söxuð steinselja
Magn Hráefni
500 gspergilkál
1 blómkálshöfuð, meðalstórt
100 gsmjör
2 laukar, smátt saxaðir
2 msk.hveiti
2 msk.púðursykur
1 tsk.sinnepsduft
1 1/2 bolli mjólk
1 bolli sýrður rjómi
2 msk. söxuð steinselja
Aðferð
1 Skref
Skerið kálið í litla vendi og sjóðið í potti í léttsöltu vatni eða í örbylgjuofni án vatns þar til það fer að mýkjast. Ekki ofsjóða, þá fer allt í mauk.
2 Skref
Látið vatnið renna vel af og haldið heitu á meðan sósan er útbúin.
3 Skref
Bræðið smjörið í potti, setjið laukinn út í og hrærið þar til laukurinn er orðinn mjúkur.
4 Skref
Stráið hveitinu yfir ásamt púðursykrinum og sinnepsduftinu. Látið krauma í 1 mín.
5 Skref
Hellið mjólkinni og sýrða rjómanum smátt og smátt út í og hrærið vel á milli eins og þegar búinn er til jafningur.
6 Skref
Hrærið vel og látið sósuna krauma í 2-3 mín.
7 Skref
Hellið sósunni yfir grænmetið og stráið steinseljunni yfir.
8 Skref
Berið fram heitt.